5. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 28. september 2023 kl. 09:11


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:11
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:11
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH) 2. varaformaður, kl. 09:16
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:16
Brynhildur Björnsdóttir (BrynB), kl. 09:11
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 09:11
Lenya Rún Taha Karim (LenK), kl. 09:11

Nefndarritari: Þórhildur Líndal

Bergþór Ólason var fjarverandi. Þá boðaði Líneik Anna Sævarsdóttir forföll.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:11
Fundargerð 3. fundar var lögð fram til samþykktar.

2) Kynning á þingmálaskrá forsætisráðherra á 154. löggjafarþingi Kl. 09:11
Nefndin fékk á sinn fund Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Sigurð Örn Guðleifsson frá forsætisráðuneyti. Ráðherra kynnti þingmálaskrá sína, sbr. 3. mgr. 47. gr. þingskapa, og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Kynning á þingmálaskrá dómsmálaráðherra á 154. löggjafarþingi Kl. 09:45
Nefndin fékk á sinn fund Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra, Gunnlaug Geirsson, Björgu Ástu Þórðardóttur, Bryndísi Helgadóttur, Rögnu Bjarnadóttur, Berglindi Báru Sigurjónsdóttur og Fjalar Sigurðsson frá dómsmálaráðuneyti. Ráðherra kynnti þingmálaskrá sína, sbr. 3. mgr. 47. gr. þingskapa, og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) Veiting ríkisborgararéttar Kl. 10:20
Dagskrárlið frestað.

5) 122. mál - skipun starfshóps um umönnun og geymslu líka Kl. 10:21
Tillaga um að Jódís Skúladóttir verði framsögumaður í málinu var samþykkt. Þá var jafnframt samþykkt að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.

6) Önnur mál Kl. 10:22
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:22